Skilmálar
Upplýsingar
Vefverslunin Talía (https://talia.is) er rekin af Vínbóndinn ehf., kt. 630317-2070, VSK nr. 127685.
Heimilisfang: Vefarastræti 22, 270 Mosfellsbær, Ísland.
Lager: Brúarfljót 2B, bil 115, 270 Mosfellsbær, Ísland.
Sími: 693 7165
Netfang: talia@talia.is / arnar@vinbondinn.is
Verð
Talía áskilur sér rétt til að breyta verði fyrirvaralaust og hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Allar upplýsingar á vef Talía, birgðastaða, verð og annað er birt með fyrirvara um villu. Öll verð í vefverslun eru með inniföldum VSK en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.
Afhending vöru
Afgreiðslutími pantana er 1-3 virkir dagar. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ver ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar, rétt heimilisfang og að velja réttan afhendingarmáta við pöntun. Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur sannanlega innt greiðslu af hendi.
Pöntunum er dreift með Eimskip og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Eimskips um afhendingu pantana.
Greiðsla og sendingarkostnaður
Við bjóðum viðskiptavinum okkar að greiða með millifærslu. Reikningsnúmer er 0513 26 5955, kt. 630317-2070 (Vínbóndinn ehf.). Sendingarkostnaður er reiknaður í greiðsluferli. Frí heimsending er á pöntunum ef verslað er fyrir 15.000 kr. og yfir (á höfuðborgarsvæðinu og í box) nema annað komi fram í lýsingu á vöru.
Skilaréttur og gallar
Talía selur einungis matvörur og drykki og er því ekki hægt að skipta né skila vörunum.
Sé vara gölluð hvetjum við kaupandann að hafa samband við okkur, viðskiptavinur fær val um endurgreiðslu eða boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem til fellur.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda til gagnvart lögum.
Lög og varnarþing
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.
Vafrakökur
Með því að heimsækja þennan vef og loka vafratilkynningarglugganum, samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Allar upplýsingar sem vafrakökurnar veita okkur eru nafnlausar og eru engar persónuupplýsingar vistaðar. Vafrakökurnar gera okkur einungis kleift að greina stóru myndina yfir lengri tímabil.
Hvað eru vafrakökur?
Vafrakaka (e. cookies) er lítill upplýsingapakki sem hleðst inn í vafra þegar notandi fer inn á ákveðin vefsvæði, eins og t.d. vefsíðu talia.is. Vafrakökurnar okkar gera vefsíðunni okkar kleift að greina á milli notenda og hvernig þeir vilja nota vefsíðuna.
Oft eru lykilorð eða aðgangur einstaklinga að tiltekinni vefsíðu geymd á tölvu hans sem vafrakökur. Hver vafrakaka hefur svo gildistíma, vafrinn eyðir vafrakökunni þegar tíminn er útrunninn. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna, og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna. Nánari upplýsingar um vafrakökur má m.a. finna inn á www.allaboutcookies.org.
Mismunandi gerðir vafrakaka
Nauðsynlegar vafrakökur: Tryggja örugga tengingu og eðlilega virkni.
Valkosta vafrakökur: Gera vefsvæðinu kleift að muna útlit, hegðun og/eða aðrar breytingar eða val sem notandi kýs að framkvæma á vefsvæðinu.
Tölfræði vafrakökur: Aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðs vafrakökur: Fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notandann.
Hvernig get ég losað mig við vafrakökur?
Stillingar í vafranum þínum gera þér kleift að aftengjast eða losna við vafrakökur. Ef þú velur að aftengja eða eyða vafrakökum talia.is getur það haft áhrif á notandaupplifun á vefsíðu talia.is.
Fyrirspurn & ábendingar
Hafir þú fyrirspurn eða ábendingu máttu endilega hafa samband við okkur.
Netfang: talia@talia.is
Sími: 693 7165