VÍNKASSI – Þrjú rauðvín frá ARPEPE

20.700kr.

3 x 750 ml.

Kassi með þremur einstökum rauðvínum frá ARPEPE í Lombardia.

ARPEPE er nyrst á Ítalíu, rétt við landamærin hjá Sviss. Lítið fjölskyldufyirrætki með Isabellu Perego í fararbroddi.

Öll rauðvínin eru framleidd úr nebbiolo þrúgunni, sömu þrúgu og er notuð í hin rómuðu barolo-vín.

Rosso di Valtellina 2022 er yngst og léttast af vínunum þremur frá ARPEPE. Það þroskast í 9 mánuði í stórum viðartunnum og ávöxturinn er í fyrirrúmi.
Pettirosso 2020 þroskast í meira en 1 ár í stórum viðartunnum og 2 ár í flösku áður en það er sett á markað. Það hefur meiri vigt í munni en engu að síður ferskt.
Sassella Stella Retica 2019 þroskast í meira en 15 mánuði í stórum eikartunnum áður en það er sett á flöskur. Eins og öll rauðvínin frá ARPEPE er vínið fágað, með fullkomnu jafnvægi ávaxtar, tanníns og sýru og vægir viðartónarnir dýpka vínið frekar en keyra yfirum.

Lífræn ræktun.

SMELLTU HÉR til að sjá allar vörur í vefverslun