Description
INNIHALDSLÝSING:
Ólífuolía (110 gr.) Ekta jómfrúar-ólífuolía, bragðmikil og pipruð. Best yfir hvers konar salöt, eldað grænmeti, súpur, grillaðan fisk eða bara á ristað brauð.
Pestó (180 gr.) Grænt pestó, algjört lostæti úr pecorino osti bændanna, parmigiano osti, basiliku, furuhnetum o.fl. Pestó í algjörum sérflokki sem hægt er að nota líka sem pastasósu.
Pastasósa með hvítlauk (280 gr.) Pastasósa úr tómötum og jómfrúar-ólífuolíu þar sem hvítlaukur og chili eru í aðalhlutverki. Sterk sósa!
Ketchalla (200 gr.) Heimalöguð tómatsósa bændanna sem krakkarnir (og fullorðnir) elska. Hrein afurð sem inniheldur einungis tómata, vínberjaedik, ólífuolíu, krydd, grænmeti og hún er eingöngu „sykruð“ með þeirra eigin vínberjum (þrúgumust/enginn viðbættur sykur).
Tagliatelle (500 gr.) pasta úr fínmöluðu durum-mjöli. Það er skorið út í bronsi sem gefur því grófari áferð svo pastasósurnar þeki það betur.
Jarðarberjasulta (225 gr.) Sulta úr hreinum jarðarberjum sem er eingöngu „sykruð“ með þeirra eigin vínberjum (þrúgumust/enginn viðbættur sykur). Inniheldur hærra hlutfall ávaxta en gengur og gerist.
Viallella dökkt súkkulaðihnetukrem (200 gr.) Ein af þessum ómissandi matvörum frá La Vialla, súkkulaðihnetukrem (í anda “nutella”) með dökku súkkulaði.
Hunang (250 gr.) Safinn í þetta hunang er sóttur í lyndisblóm. Hreint, ógerilsneytt og ófilterað hunang sem er svo gott að það er næstum því ávanabindandi