Description
INNIHALDSLÝSING:
Ólífuolía (110 ml.) Ekta jómfrúar-ólífuolía, bragðmikil og pipruð. Best yfir hvers konar salöt, eldað grænmeti, súpur, grillaðan fisk eða bara á ristað brauð.
Fusilli (500 gr.) Pasta úr fínmöluðu durum-mjöli. Það er skorið út í bronsi sem gefur því grófari áferð svo pastasósurnar þeki það betur. Þessar skrúfur eru án efa vinsælasta pastað á heimili Vínbóndans!
Fusilli (500 gr.) Pasta úr fínmöluðu durum-mjöli. Það er skorið út í bronsi sem gefur því grófari áferð svo pastasósurnar þeki það betur. Þessar skrúfur eru án efa vinsælasta pastað á heimili Vínbóndans!
Pastasósa með kirsuberjatómötum (280 gr.) Sætleiki kirsuberjatómatanna blandast á skemmtilegan hátt við sterkt eftirbragð af chili og hvítlauk.
Pestó (180 gr.) Rautt pestó sem inniheldur sólþurrkaða tómata, ólífuolíu, pecorino ost, furuhnetur, basilíku, hvítlauk og sterkan chili, svo það rífur vel í. Bragðmikið pestó sem er ljúffengt á snittubrauðið, sem meðlæti eða eitt og sér sem pastasósa.
Grænar ólífur (360 gr.) Stórar og brakandi ferskar “Bella di Cerignola”-ólífur (með steini) í saltvatni.
Jarðarberjasulta (225 gr.) Sulta úr hreinum jarðarberjum sem er eingöngu „sykruð“ með þeirra eigin vínberjum (þrúgumust/enginn viðbættur sykur). Inniheldur hærra hlutfall ávaxta en gengur og gerist.